VIÐ hátíðlega athöfn í Friðrikskapellu, fyrr í mánuðinum, fengu 32 skátar afhent Gilwell- einkenni sín sem eru klútur, hnútur og leðuról með perlum á. "Gilwell-þjálfunin er kennd við Gilwell-garðinn í Englandi sem stofnanda hreyfingarinnar, Baden Powell, var gefinn til uppbyggingar skátastarfs.
Luku æðstu foringjaþjálfun

skátahreyfingarinnar

VIÐ hátíðlega athöfn í Friðrikskapellu, fyrr í mánuðinum, fengu 32 skátar afhent Gilwell- einkenni sín sem eru klútur, hnútur og leðuról með perlum á.

"Gilwell-þjálfunin er kennd við Gilwell-garðinn í Englandi sem stofnanda hreyfingarinnar, Baden Powell, var gefinn til uppbyggingar skátastarfs. Þetta er æðsta foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar og samanstendur af viku námskeiði, verklegri þjálfun og spurningum. Stór hluti hópsins, sem nú tók við einkennum sínum, tók þátt í námskeiði ætluðu skátum eldri en 30 ára. Eru námskeiðin sniðin betur að þörfum fjölskyldufólks og eldri foringja og er þetta einn liður í að fjölga fullorðnum í foringjastörfum," segir í fréttatilkynningu.

Skólastjóri Gilwell-skólans er Sigurður Júlíus Grétarsson sálfræðingur.

ÚTSKRIFTAHÓPUR í æðstu foringjaþjálfun skátahreyfingarinnar.