SVEINN H. Skúlason hefur verið ráðinn forstjóri Hrafnistuheimilanna og tók hann við af Rafni Sigurðssyni 1. september sl. Rafn óskaði eftir því að láta af störfum forstjóra eftir 25 ára farsælt starf.
FÓLK Nýr forstjóri Hrafnistu

SVEINN H. Skúlason hefur verið ráðinn forstjóri Hrafnistuheimilanna og tók hann við af Rafni Sig urðssyni 1. september sl. Rafn óskaði eftir því að láta af störfum forstjóra eftir 25 ára farsælt starf.

Sveinn H. Skúlason er 54 ára að aldri. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands og hefur síðan aflað sér víðtækrar starfsreynslu. Hann starfaði hjá tryggingafélaginu Ábyrgð hf. í nær fimm ár, var framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fjögur ár og framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur í þrjú ár. Frá árinu 1985 hefur Sveinn starfað að bankamálum, fyrst í Iðnaðarbankanum hf. og síðan í Íslandsbanka hf. frá stofnun hans. Hann hefur verið forstöðumaður ýmissa deilda innan bankans og nú síðstu fimm ár útibússtjóri Íslandsbanka að Suðurlandsbraut 30. Þá hefur Sveinn gegnt forystustörfum í ýmsum félögum, einkum innan bindindishreyfingarinnar.

Eiginkona Sveins er Sólveig Eiríksdóttir og eiga þau tvö börn.