HUGMYNDIR eru uppi um að koma upp útibúi frá dönsku menningarstofnuninni, Det Danske Kulturinstitut á Akureyri og var forstöðumaður stofnunarinnar á ferð þar í sumar og kannaði grundvöll fyrir því. Á fundi bæjarráðs á Akureyri kom fram að staðsetning skrifstofunnar væri enn á umræðustigi.
Danska menningarstofnunin Útibú sett upp á Íslandi

HUGMYNDIR eru uppi um að koma upp útibúi frá dönsku menningarstofnuninni, Det Danske Kulturinstitut á Akureyri og var forstöðumaður stofnunarinnar á ferð þar í sumar og kannaði grundvöll fyrir því.

Á fundi bæjarráðs á Akureyri kom fram að staðsetning skrifstofunnar væri enn á umræðustigi. Stjórnendum bæjarins þykir æskilegt að fyrir liggi hvar hún verður áður en afstaða er tekin til þess hvort Akureyrarbær styðji við starfsemi hennar í formi skrifstofuaðstöðu í fjögur ár, sem yrði reynslutími.

Að koma danskri menningu á framfæri

Ingólfur Ármannsson, fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að meginverkefni stofnunarinnar væri að koma danskri menningu á framfæri og hefði stofnunin þónokkurt fjármagn til þess. Svæðið sem um ræðir að útibúið hér á landi sinni er auk Íslands, Færeyjar og Grænland.