EINN bjartsýnisdag voru menntskælingar nokkrir við Sund að taka til í skrifstofuhúsnæði nemendafélagsins þegar þeir rákust á fjölda kassa af ónotuðum jólapappír. "Hvernig getum við nýtt þetta á skynsamlegan hátt?" spurðu þeir hver annan. Þeir hugsuðu sig um stundarlangt, þar til skyndilega einum þeirra datt snjallræði í hug.

MS-ingar hitta

jólasveininn

EINN bjartsýnisdag voru menntskælingar nokkrir við Sund að taka til í skrifstofuhúsnæði nemendafélagsins þegar þeir rákust á fjölda kassa af ónotuðum jólapappír. "Hvernig getum við nýtt þetta á skynsamlegan hátt?" spurðu þeir hver annan. Þeir hugsuðu sig um stundarlangt, þar til skyndilega einum þeirra datt snjallræði í hug. "Hey strákar, hvernig væri að við myndum gefa Ástþóri Magnússyni hjá Friði 2000 þennan fallega jólapappír? Hann getur notað hann til að pakka inn jólagjöfunum sem hann fer með til útlanda að gleðja fátæku börnin með." Þetta fannst félögum hans hið besta mál og þeir ákváðu að heimsækja Ástþór.

Þeir lögðu leið sína í Vogaselið þar sem Ástþór hafði nýlokið við að byggja stórt hús undir friðarsamtökin sín, en það verður opnað formlega 2. október. Þar beið þeirra jólasveinnin sjálfur, fagnandi þessum liðlegu drengjum sem vildu hjálpa honum við góðverkin. Sagðist hann ætla að fá grunnskólanemendur til að hjálpa sér að pakka gjöfunum inn í pappírinn. Menntskælingarnir fengu einnig að kíkja inn í fína húsið og þar spjölluðu þeir við Ástþór um áframhaldandi samstarf sem öllum leist vel á.

Já, svona getur lítil jákvæð hugsun breyst í stór áform um að gleðja aðra.



Morgunblaðið/Jón Svavarsson MS-INGAR með jólasveininum; Daði Reynisson, Atli Sigurjónsson, Bjarki Þór Iversen, Helgi Már Erlingsson, Bjarni H. Reynisson, Kristján Brest og Ástþór Magnússon.