SÓSÍALISTAFÉLAGIÐ samþykkti á framhaldsaðalfundi úrsögn félagsins úr Alþýðubandalaginu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista sé staðfesting á langvarandi þróun Alþýðubandalagsins til hægri og upphafið að endalokum flokksins.
Sósíalistar fara úr Alþýðubandalaginu

SÓSÍALISTAFÉLAGIÐ samþykkti á framhaldsaðalfundi úrsögn félagsins úr Alþýðubandalaginu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista sé staðfesting á langvarandi þróun Alþýðubandalagsins til hægri og upphafið að endalokum flokksins. Tómarúm sé að myndast til vinstri og miklu skipti hvernig það verði fyllt.

"Sósíalistafélagið leggur áherslu á að markvisst verði unnið að því á næstunni að sameina vinstri menn og sósíalista í einn flokk með sterku og lýðræðislegu skipulagi. Flokk sem hefur að leiðarljósi sósíalísk viðhorf og framtíðarhagsmuni íslenskrar alþýðu í öllum málum," segir í ályktun félagsins.