DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra verður heiðraður við frelsiskvöldverð Evrópusamtaka ungra hægri manna í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8 í kvöld. Evrópusamtök ungra hægri manna eru regnhlífarsamtök 37 ungliðahreyfinga mið- og hægri flokka víðs vegar um Evrópu. Hér á landi eru Samtök ungra sjálfstæðismanna aðilar að samtökunum.
Frelsiskvöldverður Davíð Oddsson heiðraður





DAVÍÐ Oddsson forsætis ráðherra verður heiðraður við frelsiskvöldverð Evr ópusamtaka ungra hægri manna í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8 í kvöld. Evrópusamtök ungra hægri manna eru regnhlífarsamtök 37 ungliðahreyfinga mið- og hægri flokka víðs vegar um Evrópu. Hér á landi eru Samtök ungra sjálfstæðismanna aðilar að samtökunum.

Sigmundur Sigurgeirsson, formaður utanríkisnefndar SUS og varaformaður Evrópusamtakanna, segir að um alla Evrópu hafi vakið athygli og aðdáun hvernig íslenskt efnahagslíf hafi í stjórnartíð Davíðs Oddssonar tekið algjörum stakkaskiptum.

Evrópusamtökin telja að Davíð hafi sýnt fram á að hann sé einn af farsælustu stjórnmálaleiðtogum á Vesturlöndum. Aðgerðir í efnahagslífinu í stjórnartíð hans hafa skilað vægast sagt frábærum árangri. Af nægu er að taka og er hægt að nefna að dregið hefur verið úr afskiptum hins opinbera af atvinnulífinu, stuðlað að einkavæðingu og látið af sértækum pólitískum aðgerðum. Hvernig ríkisstjórnunum tveimur undir forsæti Davíðs hefur tekist að ná tökum á ríkisfjármálunum stendur svo auðvitað uppúr."

­ Af hverju er nafnið frelsiskvöldverður dregið?

"Nafnið er dregið af því að við frelsiskvöldverði er fólk heiðrað fyrir að hafa lagt áherslu á frelsi og er þar bæði átt við frelsi einstaklingsins og markaðarins. Davíð fellur afar vel undir skilgreininguna enda hefur hann alla tíð verið sérstakur talsmaður frelsis og framfara. Þar fyrir utan hafa stjórnvöld samhliða því að styðja við frelsi og framfarir sýnt vilja í verki til að styðja hina verst settu í þjóðfélaginu. Að hjálpa lítilmagnanum til að sjá sjálfum sér farborða með sómasamlegum hætti."

­ Hefur áður verið efnt til frelsiskvöldverðar?

"Já, Evrópusamtök ungra hægri manna hafa í tvígang efnt til frelsiskvöldverðar. Davíð er ekki í slæmum félagsskap því að í fyrra sinnið var Margaret Thatcher heiðruð fyrir framgöngu hennar í heimsstjórnmálunum. Á hinum var Lech Walesa heiðraður fyrir hans frelsisbaráttu á síðasta áratug. Nú er svo komið að Davíð sem sýnir hvað hann er ofarlega í huga manna.

Annars er gaman að segja frá því að Davíð Oddsson er heiðursforseti samtakanna og Margaret Thatcher er verndari. Þess má svo geta að Íslendingar, þ.e. SUS, voru stofnaðilar að samtökunum í Helsinki árið 1993."

­ Hverjir sitja frelsiskvöldverðinn?

"Fyrir utan íslenska gesti sitja frelsiskvöldverðinn 30 erlendir gestir úr Evrópusamtökum ungra hægri manna. Lengst að eru komnir ungir hægrimenn frá Ísrael og svo kemur stór hópur frá Eystrasaltslöndunum. Eins og Íslendingar hafa orðið varir við hugsa íbúar í löndunum afar hlýtt til okkar Íslendinga.

Íslandsheimsóknin verður í bland glens og alvara fyrir hina erlendu gesti. Efnt var til ráðstefnu um markaðslausnir í umhverfismálum í gær. Frelsiskvöldverðinn sitja væntanlega 150 gestir á laugardagskvöldið. Framkvæmdastjórnarfundur samtakanna verður svo haldinn á morgun.

Annars ætlum við að reyna að fara svolítið um með gestina, t.a.m. fer allur hópurinn í Bláa lónið í dag. Eftir helgina fara svo þeir sem ekki þurfa að fara strax af landi brott hinn svokallaða Gullna hring og skoða þá m.a. Gullfoss og Geysi."

­ Á hvaða aldri eru félagar í samtökunum?

"Miðað hefur verið við að félagar séu á bilinu 15 til 35 ára."

­ Er farið fram á kjól og hvítt í kvöld?

"Mig minnir að talað sé um snyrtilegan klæðnað."

­ Hvað verður svo á boðstólum?

"Ef ég byrja á því að telja upp hverjir flytja ávörp þá er fyrstan að telja Claus Bunk Peterson formann samtakanna. Eftir að hann hefur lokið máli sínu tekur Hannes Hólmsteinn Gissurarson við og rekur farsælan feril Davíðs. Davíð tekur því næst sjálfur til máls. Annars verður andrúmsloftið létt og boðið verður upp á skemmtiatriði. Þar er hægt að nefna söng Valgerðar Guðnadóttur og Garðars Thors Cortes.

Maturinn verður auðvitað sérstaklega íslenskur. Í forrétt verða kartöfluvöfflur með sítrónulegnum laxi og laxakavíar. Í aðalrétt verður lambahryggvöðvi með brauðskel og í eftirrétt verður passíu-ávaxtakaka með súkkulaði og Grand Marnier og svo kaffi eftir matinn."

Sigmundur Sigurgeirsson er fæddur 11. maí árið 1970 á Selfossi. Sigmundur gekk í Menntaskólann að Laugarvatni og varð stúdent þaðan árið 1990.

Hann hefur starfað við fjölmiðlun, sölu- og markaðsmál hér á landi og í Bandaríkjunum. Nú starfar Sigmundur við verslunarrekstur á Flúðum og er sölufulltrúi hjá Fínum miðli í Reykjavík.



Glens og alvara fyrir hina erlendu gesti



Sigmundur Sigurgeirsson