STARFSMENN í sjtórnunarstöðum við Háskóla Íslands eru boðaðir á námskeið um jafnréttismál í dag, laugardaginn 26. september, kl. 10­14. Það er jafnréttisnefnd háskólaráðs sem stendur fyrir þessari jafnréttisfræðslu í samvinnu við Skrifstofu jafnréttismála.
Jafnréttisfræðsla fyrir stjórnendur Háskóla Íslands

STARFSMENN í sjtórnunarstöðum við Háskóla Íslands eru boðaðir á námskeið um jafnréttismál í dag, laugardaginn 26. september, kl. 10­14. Það er jafnréttisnefnd háskólaráðs sem stendur fyrir þessari jafnréttisfræðslu í samvinnu við Skrifstofu jafnréttismála.

Hugmyndin að jafnréttisfræðslu fyrir stjórnendur er komin frá Svíþjóð en það var Mona Salin, þáverandi jafnréttisráðherra, sem varð fyrst til að setja sænsku ríkisstjórnina á jafnréttisnámskeið. Í kjölfarið hafa fylgt námskeið fyrir stjórnendur og fólk í leiðtogastöðum.

Háskóli Íslands er fyrsta stofnunin hérlendis sem býður til jafnréttisfræðslu af þessu tagi fyrir stjórnendur. Markmið námskeiðsins er að fræða þátttakendur um nauðsyn og ávinning jafnréttisstarfsemi fyrir Háskóla Íslands.

Stefanía Traustadóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir frá Skrifstofu jafnréttismála verða frummælendur á námskeiðinu en Sigríður Þorgeirsdóttir, formaður jafnréttisnefndar háskólaráðs, verður námstefnustjóri.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Þorgeirsdóttir.