AFMÆLISÞINGS Byggðasafnsins Skgafirðinga verður sett í dag, laugardag kl. 9. Þingið er haldið í tilefni 50 ára stofnafmælis safnsins og verður haldið í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðarkróki, í fyrirlestrasal Bóknámshússins.
Afmælisþing Byggðasafns Skagfirðinga

AFMÆLISÞINGS Byggðasafnsins Skgafirðinga verður sett í dag, laugardag kl. 9. Þingið er haldið í tilefni 50 ára stofnafmælis safnsins og verður haldið í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðarkróki, í fyrirlestrasal Bóknámshússins.

Laurence Johnson, stjórnarformaður The New Iceland Heritage Museum í Gimli og Tammy Axelsson, forstöðumaður safnsins, skrifa undir yfirlýsingu um samstarf við Byggðasafn Skagfirðinga og Vetsurfarasetrið á Hofsósi og eru með innlegg á þinginu, sem væntanlegir samstarfsaðilar vestan hafs.

Ásdís Guðmundsdóttir, formaður Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar setur þingið kl. 9; Þór Magnússon þjóðminjavörður flytur erindi er nefnist: Saga safnsins. Safn meðal safna. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri, ræðir um starfsemi safnsins - framtíðaráform. Hjörleifur Stefánsson minjastjóri kallar erindi sitt: Minjavernd. Fornleifar og friðlýst hús; Hjalti Pálsson skjalavörður ræðir um byggðasöga ­ minjavernd; Laurence Johnson stjórnarformaður New Iceland Heritage Museum, fyrrverandi formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, og Tammy Axelsson forstöðumaður The New Iceland Heritage Museum, ræða starfsemi og framtíðaráform The New Iceland Heritage Museum í Gimli; Valgeir Þorvaldsson framkvæmdastjóri ræðir samstarf Byggðasafns Skagfirðinga, The New Iceland Heritage Museum í Gimli og Vesturfarasetursins á Hofsósi. Kl. 14.30 lýkur sr. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar þinginu.