ÚTFÖR Gunnars Bjarnasonar ráðunautar var gerð frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Snorri Óskarsson í Betel jarðsöng, Óli Ágústsson las úr ritningunni og fór með bæn, Fíladelfíukórinn og Álftagerðisbræður sungu og organisti var Árni Arinbjarnarson. Líkmenn voru Ari Teitsson, Björn Sigurbjörnsson, Einar G.
Útför Gunnars Bjarnasonar

ÚTFÖR Gunnars Bjarnasonar ráðunautar var gerð frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu miklu fjölmenni.

Snorri Óskarsson í Betel jarðsöng, Óli Ágústsson las úr ritningunni og fór með bæn, Fíladelfíukórinn og Álftagerðisbræður sungu og organisti var Árni Arinbjarnarson. Líkmenn voru Ari Teitsson, Björn Sigurbjörnsson, Einar G. Gíslason, Gunnar Jónsson, Hjalti Gestsson, Klaus Becker, Steinþór Gestsson og Þorkell Bjarnason.

Félagar í Félagi tamningamanna stóðu heiðursvörð við Fíladelfíukirkjuna og sex þeirra riðu síðan með líkbílnum áleiðis að Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, þar sem jarðsett var. Báru tamningamenn kistuna úr kirkju að gröfinni en afkomendur Gunnars báru hana síðasta spölinn.



Morgunblaðið/Jón Svavarsson TAMNINGAMENN kveðja Gunnar Bjarnason hinstu kveðju: Sigurbjörn Bárðarson, Sigurður Sigurðarson, Sigurður Marínusson, Erlingur Erlingsson, Freyja Hilmarsdóttir og Hafliði Halldórsson. Sara Sigurbjörnsdóttir heldur í taum hvíts gæðings við gröfina.