FLUGLEIÐIR flugu áleiðis til Orlando á Flórída seinnipartinn í gær og hafði fellibylurinn George ekki áhrif á áætlun félagsins. Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, sagði um það leyti sem vélin fór í loftið að veðrið í Orlando væri í lagi, en það væri hvasst sunnar á Flórídaskaganum.
Flugleiðir flugu til Flórída

FLUGLEIÐIR flugu áleiðis til Orlando á Flórída seinnipartinn í gær og hafði fellibylurinn George ekki áhrif á áætlun félagsins.

Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða, sagði um það leyti sem vélin fór í loftið að veðrið í Orlando væri í lagi, en það væri hvasst sunnar á Flórídaskaganum. Ef veðrið í Orlando ætti eftir að versna yrði ekki teflt í neina tvísýnu heldur lent í Jacksonville, norðar á skaganum.