YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ítrekaði í gær, að hugsanlega lýsti hann yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í maí næstkomandi ef ekki hefði verið gengið frá friðarsamningum við Ísraela fyrir þann tíma.
Palestínskt ríki í maí?

Liege, Washington. Reuters.

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, ítrekaði í gær, að hugsanlega lýsti hann yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í maí næstkomandi ef ekki hefði verið gengið frá friðarsamningum við Ísraela fyrir þann tíma.

"Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, verður að átta sig á því, að fimm ára umþóttunar- eða aðlögunartíminn rennur út 4. maí 1999 og þá verðum við frjálsir að því að ákveða framhaldið, til dæmis að lýsa yfir sjálfstæði," sagði Arafat í Liege í Belgíu.