DÓMSMÁLANEFND bandarísku fulltrúadeildarinnar kom saman í gær til að ákveða hve mikið ætti að gera opinbert af því efni, sem enn er óbirt og varðar rannsókn Kenneths Starrs á hugsanlegum embættisbrotum Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna. Aldrei þessu vant voru demókratar hlynntir birtingu sumra skjalanna.
Samtöl Tripps og Lewinskys

Demókratar hlynntir birtingu

Washington. Reuters.

DÓMSMÁLANEFND bandarísku fulltrúadeildarinnar kom saman í gær til að ákveða hve mikið ætti að gera opinbert af því efni, sem enn er óbirt og varðar rannsókn Kenneths Starrs á hugsanlegum embættisbrotum Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna. Aldrei þessu vant voru demókratar hlynntir birtingu sumra skjalanna.

Af óbirtu skjölunum eru engin umdeildari en upptökurnar, sem Linda Tripp gerði af samtölum sínum við Monicu Lewinsky. Þær voru upphafið á rannsókn Starrs á Lewinsky- málinu en hún leiddi til þess, að hann sakar Clinton um 11 embættisbrot, sem hugsanlega geti varðað embættismissi.

Demókratar í nefndinni lögðu til, að upptökurnar yrðu birtar því að þær sýndu hvernig Tripp hefði leitt Lewinsky áfram að ákveðnu marki. Er það einnig haft eftir ónefndum repúblikönum, að upptökurnar gefi ekki mjög fallega mynd af Tripp og sýni hvernig hún hafi "ráðskast" með Lewinsky.

Samið við Paulu Jones?

Clinton lýsti yfir í gær, að hann ætlaði að einbeita sér að störfum sínum sem forseti en ekki að fyrirganginum í þinginu en svaraði ekki spurningum um það hvort lögfræðingar hans væru að semja við lögfræðinga Paulu Jones. Er haft eftir heimildum, að Jones hafi fallið frá kröfu um, að Clinton biðji hana afsökunar, svo fremi hann greiði henni ákveðna peningaupphæð.



Lögfræðingar/26