Telst lifrarpylsa og slátur holl fæða? Brynhildur Briem næringar- og matvælafræðingur, sem er lektor við Kennaraháskólann, segir að slátur sé ódýr matur og mjög járnríkur. "Allir þurfa á járni að halda, sérstaklega konur á barneignaraldri. Gallinn er hinsvegar sá að blóðmör og lifarpylsa er fituríkur matur og um er að ræða svokallaða harða fitu sem talin er óholl.
Spurt og svarað um neytendamál

Slátrið er járnríkt

en fitumikið

Telst lifrarpylsa og slátur holl fæða?

Brynhildur Briem næringar- og matvælafræðingur, sem er lektor við Kennaraháskólann, segir að slátur sé ódýr matur og mjög járnríkur. "Allir þurfa á járni að halda, sérstaklega konur á barneignaraldri. Gallinn er hinsvegar sá að blóðmör og lifarpylsa er fituríkur matur og um er að ræða svokallaða harða fitu sem talin er óholl. Það margborgar sig því að minnka fitumagnið frá því sem var í gömlum uppskriftum."

Brynhildur segir að spara megi fituna með því að hafa bitana stóra og plokka þá úr áður en slátrið er borðað. Þá segir hún að spara megi fitu með því að nota rúsínur í blóðmörina og hún bendir á að sumir noti hrísgrjón að hluta til í stað mörsins.

"Lifrarpylsa er mun vítamínríkari en blóðmörinn. Í henni er sérstaklega mikið af A-vítamíni og nokkuð af B-vítamíni."