FORSVARSMENN Kaupmannasamtakanna segja greiðslubyrði íslenskrar verslunar af greiðslumiðlun með kreditkortum óeðlilega háa. Samtökin gagnrýna viðskiptabankana fyrir að hafna beiðni sinni um rannsókn hlutlauss aðila á því hvar kostnaður og tekjur leggjast fyrir í greiðslumiðlunarkerfinu.
ÐDeilt um þjónustugjöld

FORSVARSMENN Kaupmannasamtakanna segja greiðslubyrði íslenskrar verslunar af greiðslumiðlun með kreditkortum óeðlilega háa. Samtökin gagnrýna viðskiptabankana fyrir að hafna beiðni sinni um rannsókn hlutlauss aðila á því hvar kostnaður og tekjur leggjast fyrir í greiðslumiðlunarkerfinu. Þá telja þeir óljóst hvort nokkurt hagræði hljótist af útgáfu nýrra greiðslukorta sem bankar, sparisjóðir og greiðslukortafyrirtækin tvö hyggjast innleiða hér á næsta ári.

Nýju kortin eru búin svokölluðum örgjafa sem leysir hefðbundnu segulröndina af hólmi.

Talsmenn íslenskra viðskiptabanka vísa þessari gagnrýni á bug. Þeir segja óeðlilegt að rannsaka verðmyndun í frjálsu markaðskerfi með það fyrir augum að ákveða kostnaðarskiptingu. Þá fullyrða þeir að nýju greiðslukortin komi til með að auka öryggi í viðskiptum auk þess að efla rafræn viðskipti.



Greinir á um/20