Men in Black, leikur frá Gremlin Interactive fyrir PlayStation. Gremlin Interactive gaf nýlega út leikinn Men In Black, sem byggist á samnefndri stórmynd sem sýnd var í bíóum á seinasta ári. Men in Black kom út fyrir PC-tölvur var almenn óánægja með hversu erfitt væri að stýra og hversu einfaldur hann væri.

Geimverur og

brjáluð vopn

LEIKIR Men in Black, leikur frá Gremlin Interactive fyrir PlayStation. Gremlin Interactive gaf nýlega út leikinn Men In Black, sem byggist á samnefndri stórmynd sem sýnd var í bíóum á seinasta ári. Men in Black kom út fyrir PC-tölvur var almenn óánægja með hversu erfitt væri að stýra og hversu einfaldur hann væri. Hvorugt er vandamál í PlayStation gerðinni, með stýripinnanum er leikur einn að stýra honum og tók greinarhöfunder ekki eftir neinum einfaldleika í þessum leik. Þegar leikurinn byrjar ertu James Edwards, götulögregla í New York. Hann er kvöld eitt kallaður út þegar innbrot er tilkynnt í íbúð í miðbænum, fer á staðinn og rannsakar innbrotið en sér í leiðinni grunsamlegan mann sem hann eltir upp á þak á næstu byggingu. Hann sér þá hvernig maðurinn klifrar upp brattan vegg sem enginn venjulegur maður hefði getað klifið. Stuttu eftir þetta kemur maður að Edwards og kynnir sig sem Agent K úr Men In Black samtökunum og býður James að ganga í samtökin sem Agent J. Þegar þú ert genginn í Men In Black getur þú valið hvort þú vilt nota Agent L, Agent J eða Agent K. Fimm vopn standa þér til boða úr M.I.B vopnabúrinu, en ekki öll á sama tíma, þú þarft að klára nokkur verkefni áður en þú getur valið sum vopnanna. Vopn eru ekki einu hlutirnir sem þú getur notað í leiknum og hann á lítið skylt við leiki eins og Doom eða Quake og fleiri slíka skotleiki. Þú þarft að leysa margar ráðgátur sjálfur og til þess þarftu að leita í öllu, blómavösum, líkum af geimverum, hillum og fleiru, einnig þarftu að tala við nærri alla sem þú hittir. Einu virkilegu vandkvæðin við leikinn er hversu erfiður hann er, því lítið sem ekkert er gefið af vísbendingum í gegnum leikinn og fer algjörlega eftir hugmyndaflugi leikandans hvað á að gera næst. Men in Black er ágætlega heppnaður PlayStation leikur þó hann hafi verið miður vinsæll í PC-tölvur og er í raun fáránlegt að hann hafi verið gefinn út fyrst fyrir PC en ekki öfugt. Ef þú hefur gamann af því að þurfa að nota hugann örlítið, skjóta geimverur og nota brjáluð vopn þá væri sniðugt að veita þessum leik nokkra athygli. Ingvi M. Árnason.