ÁTAK íþróttahreyfingarinnar í forvörnum sem nefnist Íþróttir ­ afl gegn fíkniefnum var kynnt laugardaginn 5. september í miðborg Reykjavíkur og á Laugardalsvelli. Átakið er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands en í stefnuyfirlýsingu þeirra kemur skýrt fram að neysla tóbaks, áfengis eða annarra fíkniefna eigi aldrei samleið með iðkun íþrótta.
Íþróttir ­ afl gegn fíkniefnum

ÁTAK íþróttahreyfingarinnar í forvörnum sem nefnist Íþróttir ­ afl gegn fíkniefnum var kynnt laugardaginn 5. september í miðborg Reykjavíkur og á Laugardalsvelli. Átakið er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands en í stefnuyfirlýsingu þeirra kemur skýrt fram að neysla tóbaks, áfengis eða annarra fíkniefna eigi aldrei samleið með iðkun íþrótta.

"Í byrjun október næstkomandi stendur átakið fyrir hringferð kringum landið þar sem komið verður við í grunnskólum, íþróttahúsum og á sundstöðum. Allir nemendur í 8. bekk fá gefins bol átaksins og innrammað plakat verður afhent á áðurnefnda staði. Einnig hefur átakið gert nokkrar kynningarmyndir með íslenskum afreksíþróttamönnum þar sem lögð er áhersla á þá sem góðar fyrirmyndir. Fræðslurit fyrir foreldra, þjálfara og stjórnendur íþróttafélaga er væntanlegt en þar verður fjallað um áhrif áfengis og tóbaks á líkamann og árangur í íþróttum. Kynningarfundir verða svo haldnir í kjölfar útgáfu ritsins víða um land," segir m.a. í fréttatilkynningu.



VIÐAR Halldórsson frá átakinu Íþróttir ­ afl gegn fíkniefnum, afhendir Gísla Árna Eggertssyni þakkarskjal.