FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) hefur ógilt niðurstöður prófs, sem lagt var fyrir 30.000 umsækjendur um störf hjá ESB, vegna kvartana próftaka um svindl. Talskona framkvæmdastjórnarinnar sagði prófið verða lagt fyrir að nýju eins fljótt og unnt væri, en það kostar Evrópusambandið um 100 milljónir íslenskra króna. Mikil samkeppni er um störf hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel.
30.000 umsækjendur aftur

í próf

Brussel. Reuters.

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) hefur ógilt niðurstöður prófs, sem lagt var fyrir 30.000 umsækjendur um störf hjá ESB, vegna kvartana próftaka um svindl. Talskona framkvæmdastjórnarinnar sagði prófið verða lagt fyrir að nýju eins fljótt og unnt væri, en það kostar Evrópusambandið um 100 milljónir íslenskra króna. Mikil samkeppni er um störf hjá framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Prófið var hið fyrsta í röð samkeppnisprófa, sem lögð eru fyrir tilvonandi starfsmenn ESB, á 37 stöðum víðs vegar um álfuna.

Verið er að rannsaka ásakanir um svindl og talið er sannað að prófinu hafi verið "lekið" til próftaka á Ítalíu. Einnig er ljóst að einhverjir próftakar hafa hringt úr farsímum sínum inni á salerni til þess að verða sér úti um rétt svör við spurningunum. Fyrirlagning í Brussel, Róm og Mílanó er í sérstakri athugun.