BBEZKIR stjórnendur á öllum stigum hafa stytt vinnuviku sína vegna áhrifa langs vinnutíma á líf þeirra samkvæmt skýrslu Institute of Management (IM) í Bretlandi. Lágtsettir stjórnendur og millistjórnendur hafa mesta andúð á löngum vinnudegi ­ tæplega 60% kváðust vinna mikið vegna þess að æðri stjórnendur væntu þess eða þeir ættu ekki kost á öðru.


Minni áhugi

á löngum vinnutíma

London. Reuters.

BBEZKIR stjórnendur á öllum stigum hafa stytt vinnuviku sína vegna áhrifa langs vinnutíma á líf þeirra samkvæmt skýrslu Institute of Management (IM) í Bretlandi.

Lágtsettir stjórnendur og millistjórnendur hafa mesta andúð á löngum vinnudegi ­ tæplega 60% kváðust vinna mikið vegna þess að æðri stjórnendur væntu þess eða þeir ættu ekki kost á öðru.

Alls unnu 78% stjórnenda meira en 40 tíma á viku miðað við 82% í fyrra, en 34% unnu lengur en 50 tíma miðað við 38% áður samkvæmt IM.

Um 72% sögðu að langur vinnudagur hefði áhrif á heimilislíf og 73% að hann kæmi niður á samveru þeirra og barnanna. Þó sögðu 57% starfið eins mikils virði og heimilislífið.

Færri kváðust vinna um helgar (34% miðað við 41% fyrir ári) og á kvöldin (54% miðað við 59%).

Endurskipulagning fyrirtækja er orðin snar þáttur í lífi fólks. Margir telja að endurskipulagning dragi úr atvinnuöryggi (65%), starfsgleði (64%) og starfshvatningu og hollustu (49%.