ÓLAFUR Þór Haraldsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í marsmánuði árið 1991 og hefur verið á flótta undan réttvísinni síðastliðin sjö ár, hefur nú gefið sig fram við íslensk yfirvöld og mun afplána dóm sinn. Ólafur Þór fékk dóminn fyrir að smygla 1 kg af kókaíni til landsins, en flúði land áður en kom að fullnustu dómsins.

Gaf sig

fram eftir 7 ára flótta

ÓLAFUR Þór Haraldsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í marsmánuði árið 1991 og hefur verið á flótta undan réttvísinni síðastliðin sjö ár, hefur nú gefið sig fram við íslensk yfirvöld og mun afplána dóm sinn. Ólafur Þór fékk dóminn fyrir að smygla 1 kg af kókaíni til landsins, en flúði land áður en kom að fullnustu dómsins. Hann hefur einkum dvalið í Kanada og gaf sig fram af fúsum og frjálsum vilja.