ÁÆTLAÐ er að kostnaður við uppsetningu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði verði á bilinu 10,5 til 19,3 milljarðar króna en kostnaður fer eftir því hversu langt verður gengið við skráningu gagna um heilsufar landsmanna. Þetta kemur fram í úttekt Stefáns Ingólfssonar verkfræðings fyrir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið.
Kostnaður 10,5­19,3 milljarðar

ÁÆTLAÐ er að kostnaður við uppsetningu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði verði á bilinu 10,5 til 19,3 milljarðar króna en kostnaður fer eftir því hversu langt verður gengið við skráningu gagna um heilsufar landsmanna. Þetta kemur fram í úttekt Stefáns Ingólfssonar verkfræðings fyrir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Leggur Stefán mat á þrjá kosti miðað við hve langt verði gengið í yfirferð skráðra gagna í skjalageymslum og að mismiklar kröfur verði gerðar um skráningu upplýsinga.

Kostnaður við skráningu mismunandi

Samkvæmt áætlun Stefáns er kostnaður við sjúklingaupplýsingakerfi í öllum tilfellum 2 milljarðar króna og kostnaður við gagnagrunnskerfi 1,3 milljarðar. Hins vegar er kostnaður við skráningu gagna mismunandi miðað við áðurnefndar forsendur. Lægsta áætlunin er 7,2 milljarðar en sú hæsta 16 milljarðar króna.