ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé Vaka hf. úr 35 í 40 milljónir kr. að nafnverði. Aukningin var samþykkt á hluthafafundi í fyrradag. Vaki hf. framleiðir tæki fyrir fiskeldi og fiskveiðar. Fyrirtækið undirbýr umsókn um skráningu á Vaxtarlista Verðbréfaþings Íslands.
Hlutafé Vaka aukið

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé Vaka hf. úr 35 í 40 milljónir kr. að nafnverði. Aukningin var samþykkt á hluthafafundi í fyrradag.

Vaki hf. framleiðir tæki fyrir fiskeldi og fiskveiðar. Fyrirtækið undirbýr umsókn um skráningu á Vaxtarlista Verðbréfaþings Íslands. Hermann Kristjánsson segir að hlutafjáraukningin sé ákveðin í þeim tilgangi að hafa hlutabréf til að selja í sambandi við skráninguna þannig að verðmyndun hlutabréfa í félaginu verði eðlilegri. Féð verður notað til að styrkja eiginfjárstöðu félagsins og gera það betur í stakk búið til að standa að öflugri vöruþróun og markaðssetningu.