NÝ FORSÍÐA Morgunblaðsins á Netinu hefur mælst vel fyrir hjá lesendum, en á forsíðunni er safnað saman á einn stað upplýsingum og tenglum inn á alla vefi blaðsins. Vegna fyrirspurna sem borist hafa um Fréttavef Morgunblaðsins er rétt að taka það fram, að sá vefur hefur ekki tekið neinum breytingum. Sú forsíða sem áður blasti við lesendum þegar þeir tengdust við mbl.
Mbl.is/ frettir

NÝ FORSÍÐA Morgunblaðsins á Netinu hefur mælst vel fyrir hjá lesendum, en á forsíðunni er safnað saman á einn stað upplýsingum og tenglum inn á alla vefi blaðsins.

Vegna fyrirspurna sem borist hafa um Fréttavef Morgunblaðsins er rétt að taka það fram, að sá vefur hefur ekki tekið neinum breytingum. Sú forsíða sem áður blasti við lesendum þegar þeir tengdust við mbl.is, er enn til staðar og þar birst nýjar fréttir jafnóðum og eru mun fleiri en birtast á nýju forsíðunni. Lesendur geta tengst Fréttavefnum frá nýju forsíðunni með því að smella á hnappinn FRÉTTIR sem er efst vinstra megin, eða með því að slá inn slóðina mbl.is/frettir og geymt hana í bókarmerki. Þá blasir við sú síða, sem áður var forsíða vefjanna.