ELÍSABETH (BETTÝ) JÓHANNSSON

Elísabeth (Bettý) Jóhannsson, fædd Hewson Clegg, fæddist í Grimsby 27. apríl 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 19. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Richard, fiskkaupmaður í Grimsby, og Laura Clegg, kona hans. Árið 1946 giftist Bettý Einari Jóhannssyni, skipstjóra og síðar yfirhafnsögumanni. Einar var sonur Jóhanns Gíslasonar frá Hæli og Lovísu Brynjólfsdóttur frá Efra-Langholti. Bettý og Einar fluttust frá Reykjavík til Ísafjarðar árið 1957 og bjuggu þar alla tíð síðan. Einar lést árið 1984. Á meðan börnin voru enn ung starfaði Bettý innan veggja heimilisins og árið 1970 hóf hún störf við rækju- og skelfiskvinnslu hjá O.N. Olsen og síðar á sama vinnustað hjá nýjum atvinnurekendum allt til ársins 1996, þegar hún hætti störfum. Börn Bettýar og Einars eru: I) Elísabet, f. 1949. Hennar maki er Hörður Högnason. Börn Elísabetar: 1. Einar Snorri, f. 1971. Hans kona er Björg Jónsdóttir. Sonur þeirra er Jón Kristinn. 2. Bjarnveig, f. 1975 og 3. Lára Bettý, f. 1984. II) Einar, f. 1951. Kona hans er Herdís Þorkelsdóttir. Börn Einars: 1. Úlfur, f. 1982. 2. Sólveig, f. 1993. III) Margrét, f. 1953. Hennar maki er Sverrir Magnússon. Börn Margrétar: 1) Elísabet, f. 1975. 2) Björn Magnús, f. 1979. IV) Konráð, f. 1955. Kona hans er Anna Jónsdóttir. Börn Konráðs: 1) Jón Hjörtur, f. 1975 (stjúpsonur). 2) Dagbjört Fjóla, f. 1976. 3) Örvar, f. 1979. 4) Einar Jóhann, f. 1988. 5) Hákon, f. 1990. V) Kristinn, f. 1956. Hans kona er Ragna Dóra Rúnarsdóttir. Börn Kristins: 1) Hrafnhildur, f. 1982. 2) Heiður Rán, f. 1987. 3) Rúnar, f. 1989. Dóttir Einars og Áslaugar Einarsdóttur er Lovísa, f. 1943. Hennar maki er Ingimar Jónsson. Börn Lovísu: 1) Áslaug, f. 1965. Hennar maki er Ingólfur Einarsson. Sonur þeirra er Óskar. 2) Dóra Sif, f. 1969. 3) Ívar Helgi, f. 1971, d. 1991. Útför Bettýar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.