Guðfinna Gísladóttir Til minnar elsku langömmu á himni.

Elsku amma mín, ég vildi skrifa þér nokkrar línur. Það tók mig mjög sárt þegar þú varst farin frá okkur, ég frétti það um morguninn, daginn sem ég ætlaði að heimsækja þig. Ég á eftir að sakna þín alveg rosalega mikið og síðan þú fórst þá hef ég verið að hugsa um okkar góðu stundir saman. Ég man eftir því að ég kom oft um helgar til þín og líka á miðvikudögum þegar þú áttir heima í Furugerði. Núna er ég flutt til Reykjavíkur og þá kom ég að heimsækja þig helmingi oftar og ég sakna þess að geta ekki heimsótt þig lengur.

Mig grunar að Sigríður hafi verið að segja við mig að hún sakni þín mikið og ég veit að hún var mjög hrifin af þér því að hún brosti alltaf svo stóru og blíðu brosi til þín. Ég vil að þú vitir að ég mun sakna þín og ég elska þig af öllu mínu hjarta og ég mun alltaf minnast þín í mínum bænum og mínu hjarta.

Þín,

Sædís Alexía.