SIGRÍÐUR BJARNEY KARLSDÓTTIR

Sigríður Bjarney Karlsdóttir var fædd á Stokkseyri 1. mars 1913. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík að morgni 16. september sl. Foreldrar hennar voru Karl Frímann Magnússon, skósmiður og formaður í Hafsteini á Stokkseyri, f. 4. okt. 1886 á Stokkseyri, d. 30. janúar 1944, og fyrri kona hans Margrét Bjarnadóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1888 á Sandhólaferju í Ásahreppi, d. 5. janúar 1919. Systkini Sigríðar Bjarneyjar voru: Karl Magnús, f. 1911, d. 1938; Karítas, f. 1914, býr í Reykjavík; Svanlaug, f. 1915, d. 1920. Síðari kona Karls Frímanns og fósturmóðir Sigríðar var Kristín Tómasdóttir, f. 4.7. 1888, d. 12.2. 1967, frá Vorsabæ í Flóa. Börn Karls Frímanns og Kristínar, hálfsystkini Sigríðar Bjarneyjar, eru: Margrímur Svanur, f. 1922, býr í Reykjavík; Tómas, f. 1923, býr á Stokkseyri; Jóhanna Pálína, f. 1925, býr í Keflavík; Ólöf, f. 1927, býr í Keflavík; Sesselja Margrét, f. 1929, býr í Reykjavík. Sigríður Bjarney giftist 1. apríl 1933 Zóphóníasi Ólafi Péturssyni af Langanesi, f. 3. nóvember 1901, d. 11. júní 1974. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Þórshöfn á Langanesi en síðan í Fagradal á Stokkseyri, Sigríður Bjarney dvaldist á Hrafnistu í Reykjavík frá árinu 1991 til dauðadags. Börn Sigríðar Bjarneyjar og Zóphóníasar Ólafs eru: 1) Jón Friðrik, f. 1933, kv. Ástu Erlu Antonsdóttur og eiga þau sex börn. Þau slitu samvistum. Seinni kona Jóns er Hansína Jónasdóttir, þau búa á Stokkseyri. 2) Karl Magnús, f. 1935, kv. Drífu Jónsdóttur og eiga þau sex börn. Þau slitu samvistum. Seinni kona Karls er Esther Jakobsdóttir, þau búa í Kópavogi. 3) Jósef Geir, f. 1936, d. 1970, kv. Arnheiði Helgu Guðmundsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Arnheiður býr á Stokkseyri. 4) Stúlkubarn, f. 23.10. 1938, d. 4.12. 1938. 5) Grétar Kristinn, f. 1940, kv. Unni Kristinsdóttur og eiga þau tvær dætur. Þau slitu samvistum. Seinni kona Grétars er Selma Haraldsdóttir, þau búa á Stokkseyri. 6) Viðar, f. 1942, kv. Guðríði Ernu Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau búa á Selfossi. 7) Karlý Fríða, f. 1943, gift Guðmundi Jósefssyni og eiga þau þrjú börn, þau búa í Reykjavík. 8) Ari, f. 1945, d. 1977, eignaðist eina dóttur. 9) Gylfi, f. 1948, d. 1982, kv. Helgu Magnúsdóttur og áttu þau þrjú börn, Helga býr á Akureyri. 10) Elísabet, f. 1948, gift Gunnari Ellert Þórðarsyni og eiga þau átta börn, þau búa í Gaulverjabæjarhreppi. Á dánardegi Sigriðar Bjarneyjar voru afkomendur þeirra hjóna orðnir 120. Útför Sigríðar Bjarneyjar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.