Sigríður Bjarney Karlsdóttir Nú legg ég augun aftur,

ó, Guð, þinn náðarkraftur

mín veri vörn í nótt.

Æ, virzt mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil, svo ég sofi rótt.

(S. Egilsson.) Ég kveð þig með söknuði, elsku amma, en veit að þú ert nú í friði hjá Guði og umvafin hlýju ástvina þinna sem áður voru horfnir úr þessum heimi. Ég hefði svo mjög viljað fylgja þér seinasta spölinn og geri það í huga mínum og hjarta.

Ég mun ávallt heiðra minningu þína, þú hefur kennt mér svo margt sem ég vona að mér takist að kenna mínum börnum.

Þannig muntu lifa áfram í huga mínum, falleg, stolt, réttsýn og sjálfstæð kona. Hvíl í friði, elsku amma mín.

Þorgerður.