STEINGRÍMUR HANNES FRIÐLAUGSSON

Steingrímur Hannes Friðlaugsson fæddist í Koti í Rauðasandshreppi 22. nóvember 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðlaugur Einarsson, f. 1857, d. 12.11. 1914, og Ólöf Dagbjartsdóttir, f. 3.8. 1894, d. 4.5. 1986. Steingrímur átti tvo albræður, þeir voru: Friðmundur, f. 13.4. 1911, d. 20.12. 1937, og Friðlaugur, f. 1.2. 1915, d. 18.11. 1927. Ólöf giftist síðar Þorvaldi Bjarnasyni, f. 25.9. 1893, d. 9.11. 1979. Hálfsystkini Steingríms eru: 1) Ásta, f. 2.6. 1923, d. 9.3. 1989. 2) Jóhanna, f. 9.1. 1926, d. 7.8. 1979. 3) Bergur, f. 23.9. 1927. 4) Vigdís, f. 2.5. 1930. 5) Bjarni, f. 3.7. 1931. 6) Atli, f. 18.2. 1936, d. 19.2. 1936. Hinn 20.7. 1941 kvæntist Steingrímur eftirlifandi konu sinni, Dagnýju Þorgrímsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Unnur Breiðfjörð, f. 7.9. 1941, maki Vilberg Guðjónsson. Börn þeirra: Þorgrímur, sem á þrjú börn, Jóhanna Sigurbjörg, Dagný Erla og Elísa Sigríður. 2) Edda, f. 21.4. 1943, maki Ægir Einarsson. Börn þeirra: Steingrímur, Andri, Alda og Bylgja. 3) Jón Þorgrímur, f. 7.2. 1947, maki Hugljúf Ólafsdóttir. Börn þeirra: Ásgeir, sem á þrjú börn, Ólafur, sem á eitt barn, Andrés, Friðlaugur, Steingrímur og Unnþór. 4) Friðlaugur, f. 24.2. 1949, d. 8.3. 1966. 5) Hörður, f. 11.8. 1953, maki Halldóra Jóhannesdóttir. Börn þeirra: Guðný Hanna, Dagný, sem á eitt barn, Sæþór Ingi og Sindri Þór. 6) Jóhann Ólafur, f. 29.11. 1963, maki Ásta Björg Jónsdóttir. Börn þeirra: Jón Árni og Hannes Dagur. Árið 1942 hófu Steingrímur og Dagný búskap í Ytri-Miðhlíð á Barðaströnd og hafa átt þar heimili síðan. Útför Steingríms fer fram frá Hagakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.