Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson Elsku afi, farinn frá okkur stofninn í okkar skógi. Það var þetta sem kom fyrst í huga mér er ég, systkini mín, móðir, faðir okkar, sonur þinn, komum og kysstum þig í hinsta sinn við kistulagningu þína.

Ég veit að þú hefðir sagt við okkur:

"Harmið mig ekki með tárum, þó að ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta því ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Khalil Gibran.)

Og ég segi til þín, elsku afi, og þakka enn þína elsku til okkar.

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.

Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.

(Ingibj. Sig.) Sesselja, Sigurrós, Jón og Sveinbjörn Allansbörn og fjölskyldur þeirra.