MIKIL aukning hefur orðið í sölu á jeppum og jepplingum síðustu tíu mánuði ársins hér á landi í samanburði við fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Aukningin er rúm 66%. 1.582 bílar seldust frá janúar til loka október 1997 en á sama tíma á þessu ári var salan 2.634 bílar. Sex gerðir, sem eru nýjar á þessum markaði, eiga hlut í söluaukningunni.

66,5% aukning

í jeppasölu

MIKIL aukning hefur orðið í sölu á jeppum og jepplingum síðustu tíu mánuði ársins hér á landi í samanburði við fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Aukningin er rúm 66%. 1.582 bílar seldust frá janúar til loka október 1997 en á sama tíma á þessu ári var salan 2.634 bílar.

Sex gerðir, sem eru nýjar á þessum markaði, eiga hlut í söluaukningunni. Þetta eru bílarnir Galloper, Kia Grand Sportage, Land Rover Freelander, Mercedes-Benz M, Suzuki Grand Vitara og Jimny.

Sjö tegundir skera sig úr með mikilli sölu. SangYong Musso er söluhæsti jeppinn, 324 bílar, Toyota Land Cruiser er í öðru sæti, 312 bílar, Nissan Terrano er í fjórða sæti, 246 bílar, og Mitsubishi Pajero í fimmta sæti, 226 bílar. Mest seldi jepplingurinn er Honda CR-V, 247 bílar.