RANNSÓKNARRÁÐ Íslands í samvinnu við Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna og ýmsar upplýsingaskrifstofur um Evrópusamstarf standa fyrir Evrópudögum 13.­15. nóvember nk. Kynningin er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða ráðstefnu á Hótel Loftleiðum föstudaginn 13. nóvember.
Sýning og ráðstefna

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands í samvinnu við Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna og ýmsar upplýsingaskrifstofur um Evrópusamstarf standa fyrir Evrópudögum 13.­15. nóvember nk.

Kynningin er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða ráðstefnu á Hótel Loftleiðum föstudaginn 13. nóvember. Þar verður fimmta rammaáætlun ESB kynnt og munu erlendir sérfræðingar ESB, hver á sínu sviði, sérstaklega kynna þemu hennar. Vilhjálmur Lúðvíksson segir frá fjórðu rammaáætluninni. Eftir hádegi verða pallborðsumræður, meðal annars með þátttöku hinna erlendu sérfræðinga.

Hins vegar er um að ræða sýningu í Perlunni, sem opnuð verður 13. nóvember kl. 16 og stendur til 15. nóvember. Þar verða kynntir verkefnastyrkir, sem standa Íslendingum til boða og upplýsingaskrifstofur Evrópuáætlana miðla. Gert er ráð fyrir að á annað hundrað verkefni verði kynnt.