UNDIRRITAÐUR var aðfaranótt laugardags samningur milli stjórnar Ríkisspítalanna og fulltrúa meinatækna á blóð- og meinefnafræðideild Landspítalans sem höfðu sagt upp störfum. Samkomulagið, sem var undirritað á miðnætti í fyrrinótt, var kynnt í hádeginu í gær, en ekki hefur verið skýrt frá efnisatriðum þess. Skriður komst á samningaviðræðurnar á samningafundi sem hófst kl.
Samkomulag meinatækna og viðsemjenda

UNDIRRITAÐUR var aðfaranótt laugardags samningur milli stjórnar Ríkisspítalanna og fulltrúa meinatækna á blóð- og meinefnafræðideild Landspítalans sem höfðu sagt upp störfum.

Samkomulagið, sem var undirritað á miðnætti í fyrrinótt, var kynnt í hádeginu í gær, en ekki hefur verið skýrt frá efnisatriðum þess. Skriður komst á samningaviðræðurnar á samningafundi sem hófst kl. 14 á föstudag og stóð sá fundur langt fram á nótt.