STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, hefur opið hús að Skógarhlíð 8 í Reykjavík mánudaginn 9. nóvember kl. 20.30. Ólöf Þorvarðardóttir, listþerapisti (Olla), flytur erindi um listþerapíu og meðferð út frá tónlist, myndlist og hreyfingu og leitast við að svara þeirri spurningu hvernig listir geta styrkt manneskjuna í veikindum og sorg.
Opið hús hjá Styrk

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, hefur opið hús að Skógarhlíð 8 í Reykjavík mánudaginn 9. nóvember kl. 20.30.

Ólöf Þorvarðardóttir, listþerapisti (Olla), flytur erindi um listþerapíu og meðferð út frá tónlist, myndlist og hreyfingu og leitast við að svara þeirri spurningu hvernig listir geta styrkt manneskjuna í veikindum og sorg. Í frétt frá Styrk segir að allir séu velkomnir.