JÓLAKORT Hringsins er komið út. Í ár prýðir jólakortið mynd frá 1972 eftir Louisu Matthíasdóttur er nefnist Stúlka með reiðhjól. Louisa er meðal virtustu listmálara vestanhafs en myndefni sitt sækir hún gjarnan til Íslands, þaðan sem hún er ættuð. Louisa hefur haldið fjölda einkasýninga sem og tekið þátt í samsýningum. Verk hennar eru í opinberri eigu bæði hérlendis og erlendis.
Jólakort Hringsins komið út

JÓLAKORT Hringsins er komið út. Í ár prýðir jólakortið mynd frá 1972 eftir Louisu Matthíasdóttur er nefnist Stúlka með reiðhjól.

Louisa er meðal virtustu listmálara vestanhafs en myndefni sitt sækir hún gjarnan til Íslands, þaðan sem hún er ættuð. Louisa hefur haldið fjölda einkasýninga sem og tekið þátt í samsýningum. Verk hennar eru í opinberri eigu bæði hérlendis og erlendis.

Jólakortaútgáfa Hringsins hefur í tvo áratugi verið ein aðaluppistaðan í tekjuöflun félagsins til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Bráðlega verður hafist handa við að byggja fullkominn og sérhannaðan barnaspítala á Landspítalalóð. Hringskonur hafa lofað 100 milljónum króna til byggingarinnar.

Jólakortið er unnið af Odda ehf. Útgefandi og dreifingaraðili er Hringurinn Kvenfélag, Ásvallagötu 1, 101 Reykjavík.