Gjörningur á Kjarvalsstöðum HALLDÓR Ásgeirsson myndlistarmaður og Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, fremja gjörning í dag kl. 17, í tengslum við sýningu sem fléttar saman tvær listgreinar, myndlist og tónlist, á Kjarvalsstöðum.
Gjörningur

á Kjarvalsstöðum

HALLDÓR Ásgeirsson myndlistarmaður og Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, fremja gjörning í dag kl. 17, í tengslum við sýningu sem fléttar saman tvær listgreinar, myndlist og tónlist, á Kjarvalsstöðum.

Halldór og Snorri Sigfús vinna þannig saman, að þessar tvær listgreinar móta hvor aðra, en eiga sér þó sjálfstætt líf innan heildarinnar og utan. Verkinu er komið fyrir í miðrými og utandyra við Kjarvalsstaði, en á meðan á sýningartímanum stendur mun það taka breytingum, þegar gjörningur Halldórs myndar samhljóm með frumsaminni tónlist Snorra, Portrett nr. 1­7.

Alla sunnudaga kl. 16 er leiðsögn um sýningarnar þrjár sem nú standa yfir á Kjarvalsstöðum; Northern Factor, ný kynslóð í norrænni byggingalist, færeysk samtímalist og sýningin myndlist/tónlist.

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson FRÁ sýningu, sem fléttar saman tvær listgreinar: myndlist/tónlist, á Kjarvalsstöðum.