Leikstjórn: Jack Bender. Aðalhlutverk: Blythe Danner og Joe Mantegna. 107 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, október 1998. Öllum leyfð. HÉR er fjallað af næmi, reynslu og innsæi um áhrif þess á einstaklinga að lifa af yfirgengilegar hörmungar. Það eina sem synir Paulu (Danner) og Davids (Mantegna) vita um fortíð foreldra sinna er að þeir lifðu af helför gyðinga.

Eftirköst

helfararinnar Eftirminnilegt símtal (A Call to Remember) Drama Leikstjórn: Jack Bender. Aðalhlutverk: Blythe Danner og Joe Mantegna. 107 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, október 1998. Öllum leyfð. HÉR er fjallað af næmi, reynslu og innsæi um áhrif þess á einstaklinga að lifa af yfirgengilegar hörmungar. Það eina sem synir Paulu (Danner) og Davids (Mantegna) vita um fortíð foreldra sinna er að þeir lifðu af helför gyðinga. Öðru hafa hjónin að mestu haldið leyndu og grafið djúpt í eigin vitund. Þau neyðast til að rifja upp fyrra líf og horfast í augu við fortíðina þegar símtal raskar jafnvægi fjölskyldunnar. Myndin er framleidd fyrir sjónvarp og prýðilega gerð miðað við almennar kröfur þess miðils. Persónusköpun er sannfærandi og útfærsla leikaranna góð, sérstaklega Danners og Mantegna. Líf þeirra, sem lifðu af þennan og fleiri hildarleiki styrjalda 20. aldar, hefur lengi vakið áhuga fræðimanna jafnt sem rithöfunda. Það er ómögulegt að ímynda sér slíka lífsreynslu, en með frásögnum sem þessum næst að vekja athygli á ýmsum hliðum hennar sem fæstum dytti í hug annars. "Eftirminnilegt símtal" er mjög gott sjónvarpsdrama, en verulega slæm afþreying. Guðmundur Ásgeirsson