TÍMARITIÐ People hefur tilnefnt Harrison Ford kynþokkafyllsta mann ársins 1998. Leikarinn, sem er 56 ára gamall, skýtur þar með yngri mönnum ref fyrir rass, en í samkeppni við hann voru menn eins og Brad Pitt, George Clooney, Denzel Washington og John F. Kennedy Jr.
Ford fýsilegastur

TÍMARITIÐ People hefur tilnefnt Harrison Ford kynþokkafyllsta mann ársins 1998. Leikarinn, sem er 56 ára gamall, skýtur þar með yngri mönnum ref fyrir rass, en í samkeppni við hann voru menn eins og Brad Pitt, George Clooney, Denzel Washington og John F. Kennedy Jr.

Aðeins einn annar miðaldra maður komst á listann, en það er gamla James Bond-stjarnan, Sean Connery, sem þykir alltaf jafn sætur þótt hárin gráni. Harrison Ford sagði í viðtali um tilnefninguna að hann geti nú ekki séð að persónur þær sem hann hafi túlkað á hvíta tjaldinu séu eitthvað sérstaklega kynþokkafullar. En ljóst er að ekki eru allir sammála honum í því máli.

HARRISON Ford í hlutverki sínu í "The Devil's Own" þar sem hann lék á móti Brad Pitt.