Framleiðsla: Richard D. Zanuck og David Brown. Leikstjórn: Mimi Leder. Handrit: Bruce Joel Rubin og Michael Tolkin. Kvikmyndataka: Dietrich Lohman. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Tea Leoni, Robert Duvall og Morgan Freeman. 120 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, október 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára.

Gereyðingarótti

undir aldamót. Harður árekstur (Deep Impact) Stórslysamynd Framleiðsla: Richard D. Zanuck og David Brown. Leikstjórn: Mimi Leder. Handrit: Bruce Joel Rubin og Michael Tolkin. Kvikmyndataka: Dietrich Lohman. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Tea Leoni, Robert Duvall og Morgan Freeman. 120 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, október 1998. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. BÍÓSUMARIÐ síðasta einkenndist öðru fremur af myndum um mannkynið frammi fyrir hrikalegum vandamálum eins og gereyðingu lífs á jörðu, o.s.frv. "Deep Impact" er betri myndin af tveimur sem fjalla um sama hlutinn: risastóran loftstein sem stefnir á Jörðu, áhrif hættunnar á Jarðarbúa og tilraunir geimfara til að sprengja hann í loft upp. Myndin er byggð upp á svipaðan hátt og hin stórfenglega "Independence Day", nema húmornum er sleppt í uppskriftinni. Fjöldi persóna kemur við sögu og megináhersla er lögð á að kynna þær og að flétta ólíka þræði sögunnar sem best. Talsvert er lagt á frábæra leikara myndarinnar sem standa sig með prýði. Frekar en að beita röð innantómra hetjuformúlna, eins og gert var í hinni loftsteinamynd sumarsins "Armageddon", reiðir Leder sig á mannlegar tilfinningar og hugleiðingar um raunveruleg viðbrögð fólks við hættu af þessu tagi. Mimi Leder er ein af örfáum kvenleikstjórum stórmynda í Hollywood í dag, en hún á einnig að baki hina ágætu spennumynd "The Peacemaker". Hún festir sig eflaust frekar í sessi með þessari mynd og spennandi er að sjá hvað hún sendir frá sér næst. Guðmundur Ásgeirsson.