MIÐFLOKKURINN, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Finnlandi, skaust í október fram úr stjórnarflokkunum og hefur nú mest fylgi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Nýtur Miðflokkurinn stuðnings 24% kjósenda. Stjórnarflokkarnir, Hægriflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafa báðir tæplega 22% fylgi.

Miðflokkurinn tekur

forystuna

MIÐFLOKKURINN, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Finnlandi, skaust í október fram úr stjórnarflokkunum og hefur nú mest fylgi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Nýtur Miðflokkurinn stuðnings 24% kjósenda. Stjórnarflokkarnir, Hægriflokkurinn og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafa báðir tæplega 22% fylgi.

Áramót

í apríl?

STJÓRNVÖLD í Kenýa hafa farið að dæmi margra þjóða og skipað nefnd til að fjalla um tölvuvandann sem skapast gæti um áramótin 2000. Það hefur hins vegar vakið athygli að nefndinni er ekki ætlað að skila áliti sínu fyrr en fjórum mánuðum eftir að ný öld er gengin í garð, í apríl árið 2000.