GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands (GSFÍ) heldur námstefnuna Starfsþróun á 21. öldinni ­ Deilum ábyrgð og ávinningi, miðvikudaginn 11. nóvember á Hótel Loftleiðum kl. 12.30­16.30. Námstefnan er hluti af evrópskri gæðaviku sem GSFÍ skipuleggur aðra vikuna í nóvember. Á námstefnunni munu innlendir stjórnendur og ráðgjafar miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Námstefnan Starfsþróun á 21. öldinni

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands (GSFÍ) heldur námstefnuna Starfsþróun á 21. öldinni ­ Deilum ábyrgð og ávinningi, miðvikudaginn 11. nóvember á Hótel Loftleiðum kl. 12.30­16.30. Námstefnan er hluti af evrópskri gæðaviku sem GSFÍ skipuleggur aðra vikuna í nóvember.

Á námstefnunni munu innlendir stjórnendur og ráðgjafar miðla af reynslu sinni og þekkingu. Komið verður inn á ýmsar samviskuspurningar sem aðilar vinnumarkaðarins, jafnt stjórnendur sem aðrir einstaklingar, þurfa að spyrja sig. Fjallað verður um breytingar í nútíð og framtíð sem kalla enn frekar á markvissa og meðvitaða stefnumótun í starfsþróunar- og símenntunarmálum fyrirtækja. Jafnframt verður skilgreint hvað menning fyrirtækis er og lýst mismunandi menningarheildum í ólíkum fyrirtækjum. Komið verður inn á áhrif og afleiðingar mismunandi menningar í fyrirtækjum. Stuðst verður við innlend og erlend dæmi. Jafnframt verður rætt um ábyrgð og ávinning fyrirtækisins og einstaklingsins í starfsþróunar og menntunarmálum.

Hansína B. Einarsdóttir mun fjalla um geymsluþol menntunar og síbreytilegar þarfir vinnumarkaðar á 21. öldinni. Una Eyþórsdóttir og Ingibjörg Jónasdóttir munu ræða um starfsþróun undir yfirskriftinni "Starfsþróun ­ kenning eða raunveruleiki?" Halla Tómasdóttir mun fjalla um menningu fyrirtækja og áhrif og afleiðingar á starfsþróun, Ásmundur Stefánsson um ábyrgð fyrirtækisins í starfsþróunarmálum og Sigþrúður Guðmundsdóttir um ábyrgð einstaklingsins undir yfirskriftinni "Ætlar þú að lenda í úreldingu? ­ Að vekja fólk til ábyrgðar".

Nánari upplýsingar um námstefnuna fást á skrifstofu GSFÍ.