BANDARÍSKIR vísindamenn segja að þeim hafi tekist að einangra og rækta móðurfrumur úr fósturvísum og fósturvefjum eftir 15 ára rannsókn. Þeir telja þetta tímamótaskref í þá átt að rækta ótakmarkað magn af hverskonar vefjum til ígræðslu.

Móðurfrumur úr fóstrum ræktaðar

London. The Daily Telegraph.

BANDARÍSKIR vísindamenn segja að þeim hafi tekist að einangra og rækta móðurfrumur úr fósturvísum og fósturvefjum eftir 15 ára rannsókn. Þeir telja þetta tímamótaskref í þá átt að rækta ótakmarkað magn af hverskonar vefjum til ígræðslu.

Takist vísindamönnum að stjórna því hvernig móðurfrumurnar ala af sér dótturfrumur með frumuskiptingu kann það að verða til þess að þeir geti ræktað hverskonar vefi sem hægt væri að nota til ígræðslu, allt frá hjartavöðvum til beinmergs og heilavefja. Vísindamennirnir sögðu að rannsóknin gæti valdið byltingu á þessu sviði læknisfræðinnar.

Vísindamennirnir segja þó að mörg ár og jafnvel áratugir geti liðið þar til hægt verði að nota frumurnar til lækninga.