DAGBÓK Háskóla Íslands 8.­14. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is/HIHome.html Mánudagur 9. nóvember: Málstofa í stærðfræði. Geir Agnarsson, Raunvísindastofnun, heldur áfram fyrirlestri sínum sem nefnist: "Aðfelluleg mörk fyrir vissar Ramseytölur".
Dagbók Háskóla Íslands DAGBÓK Háskóla Íslands 8.­14. nóvember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is/HIHome.html

Mánudagur 9. nóvember:

Málstofa í stærðfræði. Geir Agnarsson, Raunvísindastofnun, heldur áfram fyrirlestri sínum sem nefnist: "Aðfelluleg mörk fyrir vissar Ramseytölur". Þetta er frjálst framhald frá því seinast. Málstofan hefst kl.15.25 í stofu 258 í VR-II.

Þriðjudagur 10. nóvember:

Fundanefnd Félags guðfræðinema stendur fyrir fundi um aukin tengsl Þjóðkirkjunnar og guðfræðideildar Háskóla Íslands í hátíðarsal Háskólans kl. 12.10 þriðjudaginn 10. nóvember nk. Framsögumenn verða dr. Sigurður Árni Þórðarson verkefnisstjóri Biskupsstofu og dr. Pétur Pétursson forseti guðfræðideildar.

Fimmtudagur 12. nóvember:

Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og Msc í heilbrigðisvísindum verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum í stofu 201 í Odda kl. 12­13. Erindi hennar ber titilinn: "Líkamleg óþægindi fiskvinnslukvenna ­ áhrif nýrrar tækni". Kynntar verða niðurstöður rannsókna á líkamlegum óþægindum fiskvinnslukvenna.

Guðrún Agnarsdóttir, læknir, Keldum, flytur erindi á fræðslufundi Keldna, sem hún nefnir: "BIOMED (Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins um Lífvísindi og heilbrigðismál) ­ fengin reynsla og fyrirhugað skipulag 5. rammaáætlunarinnar". Fræðslufundurinn verður haldinn á bókasafni Keldna, kl. 12.30.

Málstofa í læknisfræði. Friðrika Harðardóttir ónæmisfræðingur flytur erindið: "Experimental Autoimmune Encephalomyelitis ­ líkan fyrir sjálfsofnæmi". Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, efstu hæð og hefst kl. 16.

Föstudagur 13. nóvember:

Thant Myint-U, fræðimaður við Cambridge-háskóla, heldur fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar og nefnist hann "United Nations Peacekeeping Operations in the 1990s: An Irreverant View from the Inside". Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 16.

Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ vikuna 9.­14. nóvember.

9. nóv. kl. 13­17 og 10. kl. 8.30­ 12.30. Mengunarvarnir og eftirlit. Ný lög (nr. 7/1998). Kennarar: Davíð Egilson forst.m. hjá Hollustuvernd ríkisins, Gunnar Steinn Jónsson Hollustuvernd ríkisins og Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu.

9., 10., 12. og 13. nóv. kl. 8.15­ 12.15 og 11. nóv. kl. 12­16. Gagnagrunnskerfi. Kennari: Bergur Jónsson tölvunarfr., Landsvirkjun.

9. nóvember kl. 9­16. Samskipti á kvennavinnustað. Kennari: Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur.

9. og 10. nóv. kl. 9­12. Hönnun öryggiskerfa. Kennarar: Snorri Ingimarsson og Jakob Kristjánsson frá Verkfræðist. Snorra Ingimarssonar o.fl.

9. og 10. nóv. kl. 8.30­16. Plastlagnakerfi ­ "rör í rör" og aðrir nýir valkostir. Kennarar: Einar Þorsteinsson, tæknifr. hjá Rb, dr. Hafsteinn Pálsson, verkfr. hjá Rb, Páll Árnason, efnaverkfr. hjá Iðntæknistofnun, dr. Páll Valdimarsson próf. við HÍ og Sveinn Áki Sverrisson véltæknifr. hjá VGK.

10. og 11. nóv. kl. 8.30­12.30. Gerð gæðahandbókar samkvæmt ISO 9000. Kennari: Haukur Alfreðsson rekstrarverkfræðingur hjá Fyrirtak ráðgjafarþjónusta ehf.

10. og 12. nóv. kl. 14­18. Gildissvið stjórnsýslulaga. Hvaða lögaðilar teljist stjórnvöld í skilningi 1. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga? Kennari: Páll Hreinsson, dósent í lögum við lagadeild HÍ.

11. nóv. kl. 8.30­12.30. Starfsfólk, þjónusta, viðskiptavinir og árangur. Kennari: Jón Gunnar Aðils rekstrarhagfræðingur, MBA og ráðgjafi hjá Forskoti.

11. nóv. kl. 16­19. Bindandi álit í skattamálum. Kennari: Friðgeir Sigurðsson, lögfræðingur og deildarstjóri hjá ríkisskattstjóraembættinu.

11. nóv. kl. 8.30­12.30. Markaðsfylgni (aftermarketing). Að rækta tengslin við viðskiptavini. Kennari: Þórður Sverrisson, ráðgjafi hjá Forskoti.

11. og 12. nóv. kl. 9­12. Hönnun brunaviðvörunarkerfa. Kennarar: Snorri Ingimarsson og Jakob Kristjánsson frá Verkfræðist. Snorra Ingimarssonar o.fl.

Mið. 11. nóv.­2. des. kl. 20.30­ 21.30 (4x). Leit og svör. Um trúarlíf í sögu og samtíð. Kennari: Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson, fyrrverandi biskup Íslands.

12. og 13. nóv. kl. 13­17. Framleiðslustjórnun. Kennari: Páll Jensson, prófessor við HÍ.

12. og 13. nóv. kl. 9­13 í Reykjavík. Gerð kostnaðar- og verkáætlana. Kennarar: Örn Steinar Sigurðsson, verkfr. hjá VST hf., og Grétar Halldórsson, verkfr. hjá Ístaki hf.

12. nóv. kl. 13.30­17. Skipulagsgerð sveitarfélaga. Umsjón: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Skipulagsst. Kennarar: Fyrirlesarar frá Skipulagsstofnun.

12. nóv. kl. 16­19. Nýr evrópskur gjaldmiðill ­ evran ­ undirbúningur fyrirtækja. Kennari: Tómas Hansson, forstöðumaður rannsóknarsviðs Íslandsbanka.

9. nóv. kl. 13­17 og 10. kl. 8.30­ 12.30. Mengunarvarnir og eftirlit. Ný lög (nr. 7/1998). Kennarar: Davíð Egilson forst.m. hjá Hollustuvernd ríkisins, Gunnar Steinn Jónsson Hollustuvernd ríkisins og Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu.

13. nóv. kl. 8.30­17. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Umsjón: Hólmfríður Sigurðardóttir, Skipulagsstofnun. Fyrirlesarar: Hólmfríður Sigurðardóttir, Þóroddur F. Þóroddsson og Hólmfríður Bjarnadóttir frá Skipulagsstofnun, Ólafur Pétursson, forstöðumaður mengunarvarnasviðs, Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri og Jón Gunnar Ottósson, forstjóri.

Sýningar

Þjóðarbókhlaða. "Lækningarannsóknir í 100 ár". Sögusýning haldin í tilefni af 40 ára afmæli Rannsóknardeildar Landspítalans (Department of Clinical Biochemistry, University Hospital of Iceland) og að 100 ár eru liðin frá því að Holdsveikraspítalinn í Laugarnesi var reistur. (The Leper Hospital at Laugarnes, Reykjavík.) Sýningin stendur frá 10. október og fram í desember 1998. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1. september til 14. maí er handritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14­16. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnasöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans. Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http: //www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands ­ Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir. http: //www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http: //www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknaverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http: //www.ris.is