Commimport flytur inn saltfisk frá Íslandi og selur síðan áfram án þess að vinna hann eða endurpakka. "Við höfum staðið í þessum viðskiptum mjög lengi og nú má segja að þriðji ættliðurinn sé tekinn við þar sem ég er," segir Sergio Imparato, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. "Við erum bæði í blautfiski, þurrfiski og skreið.
"Ekki

lengur

fæða

fátæka

fólksins"

Commimport flytur inn saltfisk frá Íslandi og selur síðan áfram án þess að vinna hann eða endurpakka. "Við höfum staðið í þessum viðskiptum mjög lengi og nú má segja að þriðji ættliðurinn sé tekinn við þar sem ég er," segir Sergio Imparato, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. "Við erum bæði í blautfiski, þurrfiski og skreið. Við höfum flutt inn frá löndum eins og Íslandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Síðustu árin höfum við lagt áherzlu á þurrfisk og skreið frá Noregi og blautfisk frá Íslandi. Íslenzk skreið var töluvert hér á markaðnum, en hún er hverfandi. Norðmenn hafa tekið þann markað yfir, enda er skreiðin þaðan mun betri en frá Íslandi, hvernig sem á því stendur. Á hinn bóginn er blautverkaði saltfiskurinn frá Íslandi miklu betri en sá norski. Íslenzkur blautverkaður saltfiskur er einfaldlega sá bezti í heimi og enginn viðist geta gert eins vel og íslenzkir framleiðendur," segir Sergio.

Hann er mjög ánægður með íslenzka saltfiskinn og vill helzt frá sinn fisk frá SÍF. "Við viljum ekkert nema bezta fiskinn af hvaða tagi sem er. Því flytjum við inn norska skreið og íslenzkan saltfisk. Við viljum helzt fá fiskinn frá SÍF því hann er beztur, en við flytjum einnig inn lítilsháttar af fiski frá Noregi líka, þegar við fáum ekki nóg frá Íslandi, en frá Íslandi fáum við árlega um 800 tonn,

Við erum eingöngu innflytjendur, flytjum inn kassana frá Íslandi, komum þeim fyrir í kæli og seljum síðan til ýmissa aðila hér í Napólí og nágrenni. Við eigum ekkert við fiskinn annað en að staðfesta að gæðin séu í lagi.

Napólí er sérstakur markaður fyrir blautverkaðan fisk, en megnið fer frá okkur til útvatnara, sem eru fremur smáir í sniðum og selja fiskinn til endanlegra neytenda í fiskbúðum, sem þeir eiga sjálfir. Utan Napólí seljum aðeins til stærri aðila, því það svarar ekki kostnaði að vera að senda mjög lítið magn langar leiðir.

Aðeins sá íslenzki kemur til greina

Markaðurinn í Napólí krefst mikilla gæða og því kemur í raun og veru enginn annar fiskur til grein en sá íslenzki. Hann er einfaldlega sá bezti. Fiskurinn frá Íslandi er beztur og frá Íslandi fáum við bezta fiskinn frá SÍF. Gæðin og flokkunin hjá SÍF er betri en frá öðrum framleiðendum. Sennilega er það vegna þess að innan þeirra raða eru beztu framleiðendurinir og mesta reynslan og þekkingin. Við verðum alltaf varir við einhvern mun milli framleiðenda á Íslandi. Enginn þeirra verkar fiskinn alveg eins og við eigum okkar uppáhalds framleiðendur. Þessi munur milli framleiðenda kemur sér vel fyrir okkur. Kaupendur gera einnig mismunandi kröfur til gæða, blæbrigða og framleiðsluhátta, svo við getum þá boðið fleiri kosti en ella.

Miklar breytingar hafa orðið á saltfiskmörkuðunum á undanförnum árum. Saltfiskur er ekki lengur fæða fátæka fólksins, heldur dýr, eftirsóttur matur fyrir þá, sem hafa efni á því að krefjast gæða. Saltfiskur er orðinn dýr og þess vegna krefjast kaupendur þess bezta. Bezti fiskurinn er frá SÍF. Það verður enginn svikinn af honum," segir Sergio Imparato.

Morgunblaðið/HG

ÞEIR eru ánægðir með íslenzka saltfiskinn félagarnir hjá Commimport. Framkvæmdastjórinn Sergio Imparato er í miðjunni.