BÍLAFRAMLEIÐENDUR keppast við að koma jepplingum eða litlum jeppum á markaði enda eftirspurnin mikil víðast hvar. Nú þykir ljóst að Hyundai í Suður-Kóreu mun bætast í hóp þeirra framleiðenda sem bjóða upp á fjórhjóladrifinn bíl af þessu tagi.

Jepplingur

frá Hyundai

BÍLAFRAMLEIÐENDUR keppast við að koma jepplingum eða litlum jeppum á markaði enda eftirspurnin mikil víðast hvar. Nú þykir ljóst að Hyundai í Suður-Kóreu mun bætast í hóp þeirra framleiðenda sem bjóða upp á fjórhjóladrifinn bíl af þessu tagi. Fyrir framleiðir Hyundai Starex sendi- og fjölnotabílinn með fjórhjóladrifi en fyrir skemmstu náðist mynd þegar frumgerð Hyundai jepplings var prófuð á Ítalíu.

Bíll af þessu tagi er einmitt það sem vantað hefur í framleiðslulínu Hyundai, en eins og kunnugt er, framleiðir deild innan fyrirtækisins Galloper jeppann með sérstökum samningi við Mitsubishi. Jepplingurinn á að etja kappi við mikla sölubíla í þessum flokki, þ.e. Toyota RAV4 og Honda CR-V. Búist er við að Hyundai kynni bílinn, sem verður fernra dyra, árið 2000.

Gísli Guðmundsson, forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, umboðsaðila Hyundai, segir að sér lítist vel á þennan kost og að bíllinn gæti hentað vel á markaði hérlendis.

HYUNDAI jepplingur í dularklæðum á prófunarsvæði á Ítalíu.