SAMTÖKIN Barnaheill standa fyrir ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum þriðjudaginn 10. nóvember nk. í Grand Hóteli í Reykjavík. Auk innlendra fyrirlesara munu erlendir sérfræðingar fjalla um efnið. Anders Nyman frá barnaverndarsamtökum í Stokkhólmi heldur fyrirlestur. Hann starfar við meðferðarstofnun þar sem m.a.

Ráðstefna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

SAMTÖKIN Barnaheill standa fyrir ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum þriðjudaginn 10. nóvember nk. í Grand Hóteli í Reykjavík.

Auk innlendra fyrirlesara munu erlendir sérfræðingar fjalla um efnið. Anders Nyman frá barnaverndarsamtökum í Stokkhólmi heldur fyrirlestur. Hann starfar við meðferðarstofnun þar sem m.a. er boðið upp á meðferð fyrir drengi sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi sem og fjölskyldur þeirra. Hann vinnur einnig við meðferð fyrir unga gerendur.

Annar fyrirlesari er John Carr, sem er breskur sérfræðingur, og hefur meðal annars starfað fyrir bresk stjórnvöld að málum er snerta Internetið og sérstaklega þá hlið þess er snýr að börnum. Hann er einnig höfundur bókarinnar "Children and the Internet: Opportunities and Hazards".

Bæði Anders Nyman og John Carr munu flytja fyrirlestur sinn á ensku, en fyrirspurnir þátttakenda og svör við þeim verða túlkuð ef vill.

Skráningu á ráðstefnuna þarf að tilkynna til skrifstofu Barnaheilla.