BISKUPSEMBÆTTIÐ efnir til málþings í Hjallakirkju mánudaginn 9. nóvember undir yfirskriftinni: "Kærleiksþjónusta kirkjunnar innanlands". Þingið, sem hefst kl. 17, er öllum opið, sóknarnefndafólki, prestum, djáknum og starfsfólki safnaða og áhugamönnum um kirkju kærleikans. Þess er vænst, að sóknarnefndir sendi einn eða fleiri fulltrúa. Skráning fer fram á Biskupsstofu.
Málþing um kirkjuna og kærleikann

BISKUPSEMBÆTTIÐ efnir til málþings í Hjallakirkju mánudaginn 9. nóvember undir yfirskriftinni: "Kærleiksþjónusta kirkjunnar innanlands".

Þingið, sem hefst kl. 17, er öllum opið, sóknarnefndafólki, prestum, djáknum og starfsfólki safnaða og áhugamönnum um kirkju kærleikans. Þess er vænst, að sóknarnefndir sendi einn eða fleiri fulltrúa. Skráning fer fram á Biskupsstofu.

"Kærleiksþjónusta er vaxtarbroddur í kirkjulegu starfi á Íslandi. Verkefni kærleikans eru óþrjótandi. En miklu skiptir að starfshættir og stefna safnaðanna og þjóðkirkjunnar sé skýr til að ekki verði efnt til samkeppni við mannúðarhreyfingar eða opinberar stofnanir," segir í frétt frá biskupi.