NÁMSKEIÐ um kransæðasjúkdóma verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ 20. og 21. nóvember. Námskeiðið er þverfaglegt, fjallar um sjúklinginn allt frá fyrstu einkennum, rannsóknir sem hann gengur í gegnum, greiningu, meðferð, þjálfun, aðlögun að daglega lífinu, eftirliti og nýjan lífsstíl. Meðal efnis á námskeiðinu er: Forvarnir og greining. Medicinsk meðferð og revascularisering.

Námskeið um

kransæðasjúkdóma

NÁMSKEIÐ um kransæðasjúkdóma verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ 20. og 21. nóvember. Námskeiðið er þverfaglegt, fjallar um sjúklinginn allt frá fyrstu einkennum, rannsóknir sem hann gengur í gegnum, greiningu, meðferð, þjálfun, aðlögun að daglega lífinu, eftirliti og nýjan lífsstíl.

Meðal efnis á námskeiðinu er: Forvarnir og greining. Medicinsk meðferð og revascularisering. Chirurgisk meðferð. Hjúkrun á hjartadeild, hjartaskurðdeild og endurhæfingarsjúkrahúsi. Fyrsta stig endurhæfingar, upphaf þolþjálfunar, viðhalds- og styrktarþjálfun. Streitustjórnunar- og slökunarnámskeið. Umræðuhópar um kvíða og þunglyndi. Næringarráðgjöf. Álagspróf fyrir og eftir endurhæfingu. Áhrif þjálfunar á hjarta- og lungnabilaða sjúklinga. Hvað er framundan í kransæðasjúkdómafræðum? Námskeiðið er ætlað fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Umsjón með námskeiðinu hefur Magnús B. Einarson, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, en fyrirlesarar ásamt honum verða læknarnir Bjarni Torfason, Guðmundur Þorgeirsson, Hans Jakob Beck, Karl Andersen, Kristján Eyjólfsson og Þorkell Guðbrandsson, hjúkrunarfræðingarnir Brynja Ingadóttir, Stefanía G. Snorradóttir og Valgerður Hermannsdóttir, sjúkraþjálfararnir Ingveldur Ingvarsdóttir, Arna Elísabet Karlsdóttir og Sólrún Óskarsdóttir, Anne Grete Hansen iðjuþjálfi. Ingibjörg Flygenring félagsráðgjafi og Anna Elísabet Ólafsdóttir næringarfræðingur.