EF MARKA má vinsældir Stevens Spielbergs virðist hann eiga upp á pallborðið alls staðar í heiminum ­ nema í Malasíu. Kvikmyndaeftirlitið í Malasíu vildi að nokkur ofbeldisfull atriði yrðu klippt úr myndinni Björgun óbreytts Ryans áður en leyfi fengist til að sýna hana.

Spielberg á erfitt uppdráttar í Malasíu

EF MARKA má vinsældir Stevens Spielbergs virðist hann eiga upp á pallborðið alls staðar í heiminum ­ nema í Malasíu.

Kvikmyndaeftirlitið í Malasíu vildi að nokkur ofbeldisfull atriði yrðu klippt úr myndinni Björgun óbreytts Ryans áður en leyfi fengist til að sýna hana. Spielberg er því mótfallinn og hefur dreifingaraðili myndarinnar því orðið að fresta frumsýningu hennar sem áætluð hafði verið í þessari viku.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Spielberg lendir upp á kant við kvikmyndaeftirlitið í Malsíu. Myndin Listi Schindlers var bönnuð þar árið 1994. Ríkisstjórnin tók málið fyrir og aflétti banninu en áfrýjunarnefnd kvikmyndaeftirlitsins krafðist þess þá að kynlífs- og nektaratriði yrðu klippt úr myndinni.