MIKILL fjöldi fólks hefur átt góðar stundir í skátastarfi á yngri árum og hefur áhuga á að halda tengslum við hreyfinguna. Nú hefur hópur skáta skipulagt hádegisverðarfundi í Skátahúsinu við Snorrabraut þar sem skátum, eldri sem yngri, gefst tækifæri á að mæta í súpu og brauð gegn vægu gjaldi og eiga þess kost á að rifja upp gamla tíma í góðum hópi, segir í fréttatilkynningu.
Skátar hittast í hádeginu

MIKILL fjöldi fólks hefur átt góðar stundir í skátastarfi á yngri árum og hefur áhuga á að halda tengslum við hreyfinguna. Nú hefur hópur skáta skipulagt hádegisverðarfundi í Skátahúsinu við Snorrabraut þar sem skátum, eldri sem yngri, gefst tækifæri á að mæta í súpu og brauð gegn vægu gjaldi og eiga þess kost á að rifja upp gamla tíma í góðum hópi, segir í fréttatilkynningu.

Verður fyrsti fundurinn mánudaginn 9. nóvember kl. 12.15 og mun Páll Gíslason læknir og fyrrverandi skátahöfðingi segja frá Landsmótinu 1962 sem var 50 ára afmælismót íslensku skátahreyfingarinnar og síðasta almenna samkoman sem heimiluð var í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Næstu fundir verða 14. desember, 11. janúar og 8. febrúar.