Í TILEFNI af frumsýningu The Truman Show stóðu Morgunblaðið á Netinu og Bylgjan og Laugarásbíó fyrir leik á mbl.is á dögunum. Þátttakendur í leiknum gátu svarað spurningum sjálfir á mbl.is eða með aðstoð Erlu Friðgeirsdóttur í beinni útsendingu á Bylgjunni. Þátttaka var mikil og bárust mbl.is 11.320 rétt svör við spurningunum átta. Vinningarnir í leiknum voru ekki af verri endanum.

Verðlaun í bíóleik

Í TILEFNI af frumsýningu The Truman Show stóðu Morgunblaðið á Netinu og Bylgjan og Laugarásbíó fyrir leik á mbl.is á dögunum. Þátttakendur í leiknum gátu svarað spurningum sjálfir á mbl.is eða með aðstoð Erlu Friðgeirsdóttur í beinni útsendingu á Bylgjunni. Þátttaka var mikil og bárust mbl.is 11.320 rétt svör við spurningunum átta.

Vinningarnir í leiknum voru ekki af verri endanum. 100 manns fengu miða fyrir tvo á myndina og hefur þegar verið haft samband við þá. Aðalvinningarnir í leiknum voru tvö 29 tommu sjónvarpstæki frá Japis. Á myndinni eru aðalvinningshafarnir tveir yst hvorum megin, Pétur Richter vinstra megin, en Sverrir Jónsson hægra megin. Á milli þeirra eru Hallgrímur Halldórsson, verslunarstjóri í Japis, Erla Friðgeirsdóttir á Bylgjunni og Magnús Geir Gunnarsson Laugarásbíói. Auk sjónvarpstækjanna hlutu aðalvinningshafarnir árs áskrift að Bíórásinni frá Íslenska útvarpsfélaginu.