FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar á Íslandi lögðu allt kapp á að milda afstöðu Framsóknarflokksins til Bandaríkjanna vorið 1956 eftir að Alþingi hafði samþykkt ályktun um brottför varnarliðsins. Beittu þeir meðal annars hálfopinberum sjóðum Þjóðaröryggisráðsins sem ætlaðir voru til baráttu gegn kommúnisma í heiminum til að styrkja skoðunarferð Steingríms Hermannssonar,
Leyniskjöl í ævisögu Steingríms

FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar á Íslandi lögðu allt kapp á að milda afstöðu Framsóknarflokksins til Bandaríkjanna vorið 1956 eftir að Alþingi hafði samþykkt ályktun um brottför varnarliðsins. Beittu þeir meðal annars hálfopinberum sjóðum Þjóðaröryggisráðsins sem ætlaðir voru til baráttu gegn kommúnisma í heiminum til að styrkja skoðunarferð Steingríms Hermannssonar, sem þá var ungur verkfræðingur og sonur formanns Framsóknarflokksins, um Bandaríkin þar sem hann hugðist kynna sér rafvæðingu dreifbýlisins. Þetta kemur fram í leyniskjölum af Bandaríska þjóðskjalasafninu sem gerð eru opinber í væntanlegri ævisögu Steingríms, og kaflabrot birtast úr í B-blaði sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.

Í bókinni kemur jafnframt fram að í kjölfar stjórnarmyndunar Hermanns Jónassonar með þátttöku Alþýðubandalagsins síðar um sumarið 1956 var styrkurinn dreginn til baka.

Valur Ingimundarson sagnfræðingur fékk leynd aflétt af áðurnefndum leyniskjölum og lét Degi B. Eggertssyni höfundi ævisögunnar þau í té. Fleiri skjöl á þjóðskjalasafni Bandaríkjanna lúta að Steingrími og bregða þau birtu á það nákvæma eftirlit sem haft var með einstaklingum og athafnamönnum á Íslandi í algleymi kalda stríðsins og vitnar Dagur til þeirra í bókinni.

Beint/B1